fbpx

Mín húðrútína: Svana Björk

 In Fréttir

Hæhó, ég heiti Svana og er eigandi Snyrtistofunnar Dimmalimm. Ég fékk þá áskorun frá stelpunum mínum á Dimmalimm að sýna ykkur mína húðrútínu. Þetta er vel út fyrir minn þægindaramma en ég skorast ekki undan.

Ég byrja á að nota Essential Milk hreinsimjólk sem hentar öllum húðtegundum, set mjólkina í lófan og nudda með léttum hreyfingum á andlit, háls og bringu, og þvæ svo af með ilvolgu vatni og þvottapoka. Ef ég væri með farða myndi ég hreinsa tvisvar sinnum, jafnvel þrisvar eða þar til farðinn væri algjörlega farinn. Yfir vetrartímann nota ég oft Remedy Cream To Oil hreinsi, en hann breytist í olíu þegar honum er nuddað á húðina. Hann er sérstaklega fyrir þurra og viðkæma húð eins og mín er. Því næst er það andlitsvatnið, Remedy toner, spreyja honum yfir og klappa því létt inn í húðina.

Af því að ég er að fara setja maska þá nota ég Essential Peeling djúphreinsi sem er án korna og hentar því vel fyrir viðkæma húð. Peeling er borið á og látið liggja á húðinni í 10 mínútur og svo þveginn af með vatni og þvottapoka. Best er svo að setja andlitsvatn í bómul og strjúka yfir til að taka restarnar af kreminu.

Nú er ég búin að fjarlægjar dauðar húðfrumur með peeling og því næst er þá maskinn. Ég djúphreinsa alltaf á undan maska til að fá betri innsíun í húðina og svo að við fullnýtum efnin í maskanum og þeim vörum sem eftir koma. Ef við gerum það ekki þá liggur maskinn og kremin bara ofan á dauðu húðfrumunum og gerir ekki það sem það á að gera. Mér fannst ég orðin eitthvað þreytuleg, grá og guggin svo ég ákvað að setja á mig Sublime Skin Lift Mask.  Hann er stinnandi og lyftandi, gefur goða næringu og ljóma. Mér finnst ég alveg endurnærð og til í að hitta Drottninguna eftir að ég nota þennan maska. Ég nota þennan maska þegar mikið stendur en ekki síður bara til að fríska mig upp.
Ég nota einnig mikið Sublime skin augnmaska til að fríska upp augnsvæðið, slétta það, kæla, gefa raka og vellíðan. Best er að setja púðana fyrst undir augun og svo andlitsmaskann. Þetta er hvorutveggja látið bíða í amk. Í 10-15 mín. Og svo þvæ ég maskann af með vatni og þvottapoka. Ég set svo andlitsvatn í bómul og strýk yfir(nema herna klappa ég því inn því ég var ekki með bómul).

Það má sofa með Sublime Skin Lift maskann og þá er hann þveginn af að morgni. Þumalputtareglan með maska er að nota maska ca 1x í viku. Suma maska er óhætt að nota oftar ef húðin þarf á því að halda eins og t.d. rakamaska.

Nú er komið að setja hinar daglegu húðvörur á sig. Ég byrja á að setja Hydramemory Essence sem er létt eins og andlitsvatn en virkt eins og serum og er rakagefandi. Því næst set ég ég Sublime Skin Oil Serum sem er nætureserum fyrir húð sem er farin að finna fyrir áhrifum hormónabreytinga, farin að missa teygjanleika og er þurr. Mér finnst ég alltaf vakna yngri daginn eftir að ég nota þetta serum. Það er nóg að setja serumið eitt og sér fyrir nóttina en það má setja krem yfir. Mér finnst það oft mjög gott og set því Sublime Skin Oil Crem sem er frekar feitt og er í sömu línu og serumið. Mjög gott fyrir þurra húð og hentar ekki feitari húðgerðum.
Því næst set ég Hydramemory Eye Gel með stálkúlu og ber það á í hringlaga hreyfingum. Kúlan sér um að dreyfa kreminu auðveldlega ásamt því að kæla vel augnsvæðið og draga úr þrota. Ég nota líka mikið Skin Regimen Lift Eye Cream. En þá erum við komin með meiri virkni og liftingu.

Vona að þið hafið getað lært eitthvað af risaeðlunni, farið vel með ykkur og góðar stundir.

Kær kveðja, Svana Björk

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search