LÍKAMSMEÐFERÐIR

Tranquillity pro sleep massage
Tranquillity pro sleep massage er einstök nuddmeðferð frá [comfort zone] sem er blanda af einstökum mætti snertingar, hljóði og ilmolíum sem bæta gæði svefns, veitir einstaka slökun og róar taugakerfið. Fullkomin hvíld fyrir huga og líkama.
Notuð er einstök nuddtækni frá Kerala Ayurvedic og indonesískum Sea Malay ásamt notkun mjúkra bursta. Gefur húðinni raka og skilur hana eftir silkimjúka.
Fullkomin meðferð til að losa um þreytu, streitu og stress og bæta svefn. Einnig tilvalin eftir flug.

Slökunarnudd
Í slökunarnuddi er leitast við að skapa jafnvægi í líkamanum og veita djúpa og áhrifaríka slökun. Slökunarnuddið er tilvalin leið til að mýkja og endurnæra vöðvana um leið og dregið er úr spennu og þreytu.  Nuddið er róandi, slakandi og mýkjandi fyrir húð og vöðva.

Heitsteinanudd
Heitsteinanuddið er notaleg meðferð sem byrjar með róandi og slakandi ilmhjúp. Fyrir tilstilli heitra basaltsteina og ilmkjarnaolía hefur nuddið djúp, mýkjandi, slakandi, afeitrandi og vatnslosandi áhrif. Nuddið dregur úr vöðvaverkjum, örvar efnaskipti líkamans og slakar á vefjum.  Ein stroka með stein er eins og fimm venjulegar strokur.

Partanudd/ Partaheitsteinanudd
Í partanuddi eru tekin fyrir 1- 2 líkamssvæði og unnið á þeim eftir vali viðskiptavinar.

Active Body nudd
Í meðferðinni er Tui na nuddtækni notuð sem gefur örvandi virkni, jafnframt því sem hún losar um spennta vöðva og eykur blóð- og orkuflæði. BODY ACTIVE nudd örvar stóru vöðvahópana, eykur blóðflæði og sogæðaflæði, sem endurnýjar og hreinsar líkamann.
Sérstaklega er mælt með meðferðinni eftir æfingar eða líkamlegt álag til þess að örva blóðrásina og styrkja vöðvana.
Best er að fara í 6-10 meðferðir, að minnsta kosti eina meðferð í viku og svo endurtaka með reglulegu millibili.

Gott að hafa í huga
Við mælum með að viðskiptavinir djúphreinsi líkamann með kornakremi fyrir meðferð til að auka innsíun á olíum í húðina.

Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search