FÆTUR

Fætur

Fótsnyrting
Fótsnyrtingin hefst með mýkjandi fótabaði áður en neglur eru klipptar, þjalaðar og þynntar eftir þörfum. Þá eru naglabönd snyrt, sigg fjarlægt og fætur djúphreinsaðir með kornakremi. Endurnærandi fótanudd í lokin.  Hægt er að panta lökkun eða gellökkun að auki.

Hefðbundin fótsnyrting tekur 60 mínútur, fyrir þá sem eru slæmir eða mjög slæmir geta pantað 75 og 90 mínútna fótsnyrtingu.


Fótamaski
Leyfðu þér lúxus og bættu við djúpnærandi fótamaska við fótsnyrtinguna.


Gellökkun
Við bjóðum upp á gellökkun á táneglur og tilvalið að bæta því við fótsnyrtinguna.  Gellakk er gel formúla sem borið er á og lítur út eins og naglalakk, með mun meiri glans og góða endingu. Gellakk er auðvelt í ásetningu og þornar á hraða ljóssins í led ljósi.  Þú getur farið beint í sokka og skó.


Lökkun
Hægt er að panta lökkun á táneglur með fótsnyrtingu.  Gott er að hafa sandala með sér þegar komið er í lökkun á táneglur. Naglalakkið fylgir með fótsnyrtingunni.

Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search