Andlitsmeðferðir

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval andlitsmeðferða fyrir allar húðgerðir.

Dimmalimm ævintýrlegar andlitsmeðferðir

Ævintýraleg andlitsmeðfeð (75 mín)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðs- og djúphreinsun húðarinnar ásamt nuddi á bringu, herðar, háls, axlir, andlit og höfuð ca 20 – 25 mín. Því næst er maski borinn á, sem valinn er sérstaklega fyrir hverja húðgerð, en við bjóðum upp á úrval maska.
Á meðan maskinn bíður eru hendur nuddaðar og þrýstingur gefinn á fætur. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.
Hægt er að fá lúxusmaska og ampúlur til viðbótar við meðferðina gegn greiðslu samkvæmt verðskrá

Ævintýraleg andlitsmeðferð með galvanic rafstraum (90 mín)

Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðs- og djúphreinsun húðarinnar. Þá er sérvalin ampúla með virkum efnum borin á húðina og notaður galvanic straumur (jónun) til þess að auka innsíun og vinna á einkennum ótímabærrar öldrunar húðar.Eftir það er andlitsnudd ásamt nuddi á bringu, herðar, háls, axlir og höfuð. Því næst er maski borinn á, sem valinn er sérstaklega fyrir hverja húðgerð. Á meðan maskinn bíður eru hendur nuddaðar og þrýstingur gefinn á fætur. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.

Ævintýraleg andlitsmeðfeð með kreistun (90min)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðs- og djúphreinsun, húðin hituð og fílapennslar kreistir. Eftir kreistunina er andlit, bringa, herðar, háls, axlir og höfuð nuddað í ca 20 – 25 mín. Því næst er maski borinn á, sem valinn er sérstaklega fyrir hverja húðgerð, en við bjóðum upp á úrval maska.
Á meðan maskinn bíður eru hendur nuddaðar og þrýstingur gefinn á fætur. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.
Hægt er að fá lúxusmaska til viðbótar við meðferðina gegn greiðslu samkvæmt verðskrá.

Andlitsmeðferð með hydroxíðsýrum (105min)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðshreinsun og húðin undirbúin og sýrurnar bornar á og látnar bíða í 10 mínútur. Því næst er sýran þvegin af og og við tekur nudd á bringu, herðar, háls, axlir, andlit og höfuð ca 20 – 25 mín. Því næst er maski borinn á, sem valinn er sérstaklega fyrir hverja húðgerð, en við bjóðum upp á úrval maska.
Á meðan maskinn bíður eru hendur nuddaðar og þrýstingur gefinn á fætur. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.
Hægt er að fá lúxusmaska til viðbótar við meðferðina gegn greiðslu samkvæmt verðskrá
Í þessari meðferð hefur hýdroxíðsýrum verið bætt inn í andlitsmeðferðin (sjá lýsingu á hýdroxíðsýrur)

Andlitsnudd m/maska (30 min)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðshreinsun ásamt, djúphreinsun húðarinnar með kornakremi.
Því næst er maski borinn á og andlitið nuddað með maskanum. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.

Húðhreinsun m/hreinsandi lúxusmaska (60 min)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðshreinsun ásamt, djúphreinsun húðarinnar og hún hituð. Því næst eru fílapenslar kreistir.  Að því loknu er hreinsandi lúxusmaski borinn á. Maskinn m.a. róar húðina, dregur úr roða og dregur saman húðholurnar, Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.

Rafræn húðhreinsun  (60 min)
Í rafrænni húðhreinsun er notað rafmagnstæki til að djúphreinsa húðina enn frekar og til viðbótar við hefðbundna húðreinsun. Kremmaski og dagnæring.

Dáleiðslu-andlitsmeðferð, fyrsta skipti  (135min)
Meðferðin samanstendur af comfort zone andlitsmeðferð og dáleiðslumeðferð.
Dáleiðslan er notuð til að auka slökun og vellíðan enn frekar og losa um spennu í líkama og sál.

Ultra Visage (60 min)
Húð- og vöðvastyrkjandi rafmagnsmeðferð. Hreinsar, örvar blóðstreymi og sogæðakerfi, styrkir, þéttir og eykur teygnaleika. Eykur raka og ljóma í húð. Gott er að taka þessa meðferð í 6-8 skipta kúr til að ná sem bestum árangri.
Tilvalið er að bæta við Sublime lift mask við meðferðina.

Húðgreining

Húðgreining er góð leið til þess að setja saman húðrútínu sem er sérsniðin að þínum þörfum sem og ákvarða hvaða andlitsmeðferðir myndu koma sér vel fyrir þig til að ná þínum húðmarkmiðum.

Í Skin Analyser húðgreiningu notum við 7 mismunandi linsur til að greina og skoða húðina enn fremur en er gert í hefðbundinni húðgreiningu.
Við skoðum viðkvæmni, mælum raka- og sebum magn húðar, sólarskemmdir, dýpt á línum og hrukkum, oxunarstöðu sebums og mælum ráðlagðan sólvarnarstuðul fyrir þína húð.

Comfort Zone Andlitsmeðferðir

Húðin er markmiðið, vísindin leiðbeinandinn og sálin það sem gerir Comfort Zone einstakt, en merkið býður upp á meðferðir og vörur fyrir allar húðgerðir.

Hydramemory

Hydramemory línan frá [ comfort zone ] hefur alltaf verið ein vinsælasta vörulínan okkar frá merkinu. Núna, þökk sé nýjungum úr rannsóknarstofu merkisins og SKIN-ADAPTIVE™ HYDRATION tækni eru formúlurnar jafnvel enn betri.

Andlitsmeðferðirnar eru einstakar, kælandi og rakagefandi. Kælandi andlitsnudd með kæliskeiðum og Hydra Mask gefur húðinni fullkominn raka og geislandi útlit. 

Hydramemory Hydra Glow
Einstök meðferð sem samanstendur af efnahúðflögnun með hýdroxíð sýru (lactic acid), kælandi andlitsnuddi og hýalúronsýru rakamaska. Húðin fær samstundis aukinn raka, geislandi útlit og heilbrigðann ljóma.

50 mín
Sublime Skin Peel Booster, Hydramemory Hydramask, Hydra&Drain og Hydra&Lift massage með kæliskeiðum.
Fyrir rakaþurra húð,  fyrstu einkenni öldrunar og húð sem skortir ljóma. Einnig kjörið eftir og fyrir sól eða eftir flug.

Hydramemory Insta Glow
Djúp rakagefandi meðferð fyrir andlit, háls og bringu þökk sé kælandi nuddi og rakagefandi innihaldsefnum. Veitir rakaþurri og líflausri húð samstundis frísklegt útlit og ljóma.

25 mín
Hydra&Lift nudd með kæliskeiðum og Hydra Mask
Rakaþurr, líflaus húð, fyrstu öldrunareinkenni. Hentar vel sem viðbót við aðra þjónustu eða fyrir þau sem vilja styttri meðferðir.

Sublime Skin

Eftir byltingarkenndar rannsóknir [ comfort zone ] á frumuöldrun og hrörnun á byggingu húðar kynnir húðvöruframleiðandinn nú með stolti endurbætta Sublime Skin línu sem er fullkomin blanda vísinda og sjálfbærni. Vörurnar og meðferðinar vinna saman að því að leiðrétta línur og hrukkur og bæta húðtón með hreinum, hágæða innihaldsefnum með sannprófaða virkni.

Sublime Skin Deluxe Lift
Stinnandi og lyftandi andlitsmeðferð þar sem innblástur er sóttur í ævagamla Japanska aðferð “Kobido” ásamt nútíma aðferðum. í meðferðinni eru notaðar ávaxtasýrur og stinnandi og lyftandi lúxusmaski.
Meðferðin styrkir byggingu húðarinnar, örvar mikilvæga starfsemi hennar.
Virkar á djúpvöðva í andliti og hálsi, bætir og örvar blóðrásina og endurlífgar húðvefi.

75 mín
Sublime Skin Age Peel, Lift Mask og Active Lift nudd
Fyrir þroskaða húð sem vantar endurnýjun og fyllingu

Sublime Skin Hormon-Aging™

Sérstaklega hönnuð fyrir húð sem er farin að finna fyrir Hormónaöldrun (Hormon-Aging™ ) eða húð sem er farin að þynnast, er mjög þurr og hefur tapað þéttleikanum. Með Cell-Support Technology™ formúlum og sérstökum nuddhreyfingum ýtir andlitsmeðferðin undir djúpa endurnýjun húðarinnar ásamt því að gefa henna aukinn ljóma og lífsþrótt.

75 mín
Sublime Skin Age Peel og Sublime Skin Lift Mask
Fyrir húð sem er farin að finna fyrir hormónaöldrun og breytingaskeiði.

Sublime Skin SUPER PEEL 

Virk húðflagnandi meðferð fyrir allar húðgerðir, frá þeim sem eru viðkvæmastir til þeirra sem þola mest. Fullkomin ávaxtasýrumeðferð fyrir djúpa húðflögnun og endurnýjun. Við fáum hámarks virkni með double peel aðferðinni og samvinni alfa- og pólý hýdroxíðsýra. Gefur húðinni samstundis jafnari ásýnd og ljóma fyrir endurnýjað og heilbrigt útlit.

Við sníðum meðferðina að þínum þörfum og metum eftir þinni húð hvaða styrkleiki er notaður að hverju sinni.

30 mín
Sublime Skin Age Peel og Peel Booster
Einstaklega hentug meðferð fyrir þroskaða húð sem er farin að sýna öldrunareinkenni eins og línur og hrukkur.

Sublime Skin ULTRA GLOW PEEL

Áhrifaríkt og hraðvirk ávaxtasýrumeðferð fyrir jafnan húðtón og ljóma. Djúp endurnýjun virkjar húðflögnun sem gefur húðinni samstundis fallega og geislandi áferð ásamt því að bæta ásýnd litabletta í andliti.

Hentar vel í kringum árstíðarskipti og til þess að endurnýja húðina.

30 mín
Sublime Skin Bright Peel og Peel Booster
Hentar vel þeim sem hafa ójafnan húðtón, litabletti og melasma til að endurheimta jafnan húðtón og ljóma.

ATHUGIÐ

Ávaxtasýrumeðferðir henta ekki þeim sem hafa ofur viðkvæma húð eða einstaklega viðkvæmar háræðar/háræðaslit. Ávaxtasýrumeðferðir í þessum styrkleika ekki ráðlagðar fyrir þau sem eru barnshafandi eða með barn á brjósti.

Mikilvægt er að huga vel að húðinni og nota breiðvirka sólarvörn með að minnsta kosti SPF30 alla daga.

Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search