fbpx

VARANLEG HÁREYÐING

IPL Háreyðingarmeðferð

SHR™ tæknin hitar dermis lag húðarinnar að því hitastigi sem getur valdið eyðileggingu í hársekknum á áhrifaríkan hátt og hindrar endurvöxt en á sama tíma er komist hjá því að skaða húðina. Klinískar rannsóknir hafa sýnt að SHR™ tæknin er ein sú öruggasta í háreyðingu fyrir allar húðgerðir. Góð kæling gerir meðferðina nær sársaukalausa og því er hægt að vinna á viðkvæmum svæðum.

IPL háreyðingarmeðferð þarf að framkvæma í nokkur skipti til að ná sem bestum árangri en algengt er að það taki 6-10* skipti sem framkvæmd eru á 4-8 vikna fresti. Breytilegt er eftir húðgerð/hárgerð og hárvexti hversu margar meðferðir þarf.

*Árangur er alltaf einstaklingsbundinn og ákvarðast fjöldi meðferða eftir því.

Kostir

 • Tækið kælir vel húðina fyrir og eftir sem gerir meðferðina nær sársaukalausa.
 • Það má raka hárin milli meðferða eða strax 2-3 dögum eftir meðferð.
 • Eftir eina meðferð geta hárin verið fíngerðari og getur meðferðin hægt á hárvexti.

Fyrir meðferð

 • Æskilegt er að raka hárin á meðferðarsvæðinu 1-2 dögum fyrir IPL háreyðingarmeðferð.

Eftir meðferð

Eftir meðferð í varanlegri háreyðingu með IPL getur myndast hiti og roði í húð sama dag og meðferðin er framkvæmd.

 • Það má raka eða klippa hárin 2 dögum eftir meðferð en ekki er æskilegt að plokka/vaxa hárin milli meðferða.
 • Ekki er ráðlagt að nota svitalyktareyði eftir meðferð ef unnið er undir höndum.
 • Ekki er ráðlagt að fara í sund eða líkamsrækt samdægurs eftir meðferð.
 • Gott er að bera græðandi krem, aloe vera eða pensím á meðferðarsvæði eftir meðferð.

Varanleg háreyðing

Épi-Last

RÓTTÆK OG VARANLEG HÁREYÐING MEÐ LÍFRÆNNI ENSÍMTÆKNI
Epi-Last er nýjung í varanlegri háreyðingu sem byggð er á viðamiklum rannsóknum í örveirufræðum. Épi-Last er fremst í flokki á sviði varanlegrar háreyðingar vegna þess að nú er hægt að meðhöndla allar húðgöerðir og háraliti, sem ekki hefur verið mögulegt til þessa með hefðbundnum aðferðum.
Épi-Last er árangursrík aðferð sem byggist á því að nota einstakt olíulaust perluvax til þess að fjarlægja óæskileg hár með rót, og leggst vaxið einungis á hárin en rífur ekki í húðina. Í beinu framhaldi af vaxmeðferðinni er borið lífrænt ensímserum á húðina, á svæðið þar sem hárin hafa verið fjarlægð og eru ensímin svo örvuð djúpt niður í tómu hársekkina með tæki sem beitir galvanískum jafnstraumi (Iontophoresis).

Épi-Last serumin innihalda náttúruleg ensím (chymotrypsín og papaín) sem eru mannslíkamanum eðlislæg. Hinir sérstöku eiginleikar ensímsins gera það að verkum að það brýtur niður próteinið í hárvaxtarfrumunum sem eru ábyrgar fyrir hárvextinum. Próteinkeðjan leysist upp í amínósýrur sem flyst svo út í sogæðakerfið á skaðlausan og náttúrulegan hátt.

Épi-Last aðferðin er byggð á nýjustu tækni sem er sú áhrifaríkasta á sviði varanlegrar háreyðingar í dag og býður upp á heildstætt meðferðarkerfi með öllum þeim áhöldum sem til þarf fyrir faglega og varanlega háreyðingarmeðferð.

Af hverju að velja Épi-Last?
Épi-Last er alhliða háreyðingarkerfi fyrir jafnt konur sem karla fyrir bæði líkama og andlit:

 • Árangursríkt fyrir allar húðgerðir
 • Árangursríkt fyrir alla hárgerðir
 • Framúrskarandi lausn til að fjarlægja dúnkennd andlitshár
 • Hentar öllum svæðum líkamans
 • Eykur ekki áhættu vegna sólar
 • Lífræn virkni innihaldsefna
 • Án parabena
 • Án olíu og krema
 • Enginn sársauki þegar ensímserumið er borið á húðina
 • Hagkvæmni, örugg og virk lausn

Hvernig virkar Épi-Last?
Épi-Last virkar í vaxtarfasa hársins, en vöxtur háranna er í hringrás sem skiptist í vaxtarfasa, umskiptafasa og hvíldarfasa. Það eru að meðaltali 20% af hársekkjum líkamans í vaxtarfasa á sama tíma. Í vaxtarfasanum eru frumur hárlaukanna í snertingu við neðsta hluta hársekksins sem gefa hárinu næringu. Með olíulausa vaxinu er allur hársekkurinn fjarlægður og eru þá frumur hárlauksins berskjaldaðar sem eru í vaxtarfasa. Í gegnum tóm hárgöngin geta Épi-Last ensímin komist að frumunum og brotið þær niður á náttúrulegan hátt og þar með komið í veg fyrir nýjan hárvöxt. Rannsóknir sýna að ensímserumin hafa varanleg áhrif á hársekkinn sem fyrirmunar nýju hári að vaxa á ný.

Hversu margar meðferðir þarf ég?
Þar sem að ekki öll hár á meðferðarsvæðinu eru í vaxtarfasa á sama tíma er ómögulegt að vinna gegn hárvextinum í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna þarf fleiri meðferðir til að meðhöndla þau hár sem eru í hvíld í þetta skipti en verða þá komin í vaxtarfasa á öðrum tíma. Fyrstu merki árangurs koma fram eftir ca. 4 skipti, en árangur er einstaklingsbundinn. Fjöldi meðferða byggist á ýmsum þáttum:

 • Þykkt og gerð hárs
 • Húðtegund
 • Meðferðarsvæði
 • Meðferðartíma
 • Meðferðarháttum áður fyrr
 • Hormónabreytingum
 • Notkun lyfja
 • Erfðareiginleikum hárs
 • Samvinnu viðskiptavinars milli meðferða
 • Endurnýjun líkamsfrumna

Hversvegna þarf ég nokkrar meðferðir?
Épi-Last ensímin geta aðeins brotið niður hárrótina þegar hárið er í vaxtarfasa, en ekki eru allir hársekkirnir í vaxtarfasa á sama tíma. Það er ástæðan fyrir nauðsyn endurkomu með viðeigandi millibili þar sem að meðhöndla þarf alla hársekkina í réttum fasa. Hins vegar vaxa hárin hægar við hverja meðferð og verða þynnri, þá er auðveldara að fjarlægja þau. Fjöldi meðferða er einstaklingsbundin og er skipulagður eftir þörfum samkvæmt ráðleggingum meðferðaraðlia.

Fagleg ráðgjöf, meðhöndlun og samvinna tryggir einstakan árangur í varanlegri háreyðingu með Épi-Last.

BÓKA TÍMA

Hleð inn ...
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search