VARANLEG HÁREYÐING

IPL Háreyðingarmeðferð
SHR™ tæknin hitar dermis lag húðarinnar að því hitastigi sem getur valdið eyðileggingu í hársekknum á áhrifaríkan hátt og hindrar endurvöxt en á sama tíma er komist hjá því að skaða húðina. Klinískar rannsóknir hafa sýnt að SHR™ tæknin er ein sú öruggasta í háreyðingu fyrir allar húðgerðir. Góð kæling gerir meðferðina nær sársaukalausa og því er hægt að vinna á viðkvæmum svæðum.
IPL háreyðingarmeðferð þarf að framkvæma í nokkur skipti til að ná sem bestum árangri en algengt er að það taki 6-10* skipti sem framkvæmd eru á 4-8 vikna fresti. Breytilegt er eftir húðgerð/hárgerð og hárvexti hversu margar meðferðir þarf.
*Árangur er alltaf einstaklingsbundinn og ákvarðast fjöldi meðferða eftir því.
Kostir
- Tækið kælir vel húðina fyrir og eftir sem gerir meðferðina nær sársaukalausa.
- Það má raka hárin milli meðferða eða strax 2-3 dögum eftir meðferð.
- Eftir eina meðferð geta hárin verið fíngerðari og getur meðferðin hægt á hárvexti.
Fyrir meðferð
- Æskilegt er að raka hárin á meðferðarsvæðinu 1-2 dögum fyrir IPL háreyðingarmeðferð.
Eftir meðferð
Eftir meðferð í varanlegri háreyðingu með IPL getur myndast hiti og roði í húð sama dag og meðferðin er framkvæmd.
- Það má raka eða klippa hárin 2 dögum eftir meðferð en ekki er æskilegt að plokka/vaxa hárin milli meðferða.
- Ekki er ráðlagt að nota svitalyktareyði eftir meðferð ef unnið er undir höndum.
- Ekki er ráðlagt að fara í sund eða líkamsrækt samdægurs eftir meðferð.
- Gott er að bera græðandi krem, aloe vera eða pensím á meðferðarsvæði eftir meðferð.
