HENDUR

Handsnyrting
Hendur eru lagðar í mýkjandi og nærandi handabað.  Neglur eru klipptar, þjalaðar og bónþjalaðar. Þá eru naglabönd snyrt og klippt og hendur djúphreinsaðar með kornakremi og að lokum eru hendur nuddaðar með slakandi og endurnærandi nuddi.
Hægt er að panta lökkun á neglur gegn gjaldi fyrir þá sem vilja og fylgir lakkið frá Alessandro með.
Einnig er hægt að bæta við handamaska með handsnyrtingunni gegn gjaldi.

NAILBERRY handsnyrting

Létt handsnyrting þar sem naglaböndin eru snyrt, neglurnar þjalaðar og lakkaðar undirlakki, lit og yfirlakki frá NAILBERRY. Þú velur þér lit af NAILBERRY naglalakki sem fylgir með og gerir þér kleift að halda nöglunum við heima.

Gellökkun
Við bjóðum upp á gellökkun á neglur.
Gellakkið er gelformúla sem borið er á þínar eigin neglur og lítur út eins og naglalakk en með mun meiri glans og góða endingu. Gellakk er auðvelt í ásetningu og þornar á hraða ljóssins í  LED ljósi.  Engin bið eftir að lakkið þorni. Við bjóðum upp á úrval lita af gellakkinu og notum gellökk frá Magnetic, OPI og Alessandro.
Hægt er að bæta við kornakremi og handanuddi við gellökkunina gegn gjaldi.

Lökkun
Hægt er að panta lökkun á neglur með handsnyrtingu og fylgir þá lakk frá Alessandro með.

Við seljum naglalökk og styrkingar frá Nailberry og Alessandro

Hendur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search