Litun og plokkun/vax

Augabrúnirnar og augnhárin eru lituð með tónum sem henta hverjum og einum. Endingin er einstaklingsbundin en algengast er að liturinn endist í 3-6 vikur.

Við mótum augabrúnirnar eftir óskum hvers og eins með tilliti til andlitsfalla og náttúrulegs hárvaxtar.

Þegar bókað er í plokkun/vax án litunnar eru augabrúnirnar mótaðar og hreinsaðar með plokkun og/eða vaxi, allt eftir þörfum og óskum hvers og eins.

Brow Lamination

Brow Lamination ferlið felur í sér að slétta úr og temja augabrúnahár á þann hátt sem óskað er eftir. Hvort sem það er ýktara lift útlit eins og það sem við höfum séð með sápuaugabrúnum, til að leiðrétta óreglulegan vöxt og götóttar brúnir eða til þess að gefa augabrúnunum sléttara, tamið útlit þá gefur meðferðin útlit fyrir þéttari hárvöxt og þykkri augabrúnir.

Endingartími allt að 6-8 vikur.

Frábendingar við Brow Lamination

  • Psoriasis (sóríasis) / Exem / Acne
  • Sár á meðferðarsvæði
  • Nýlegar aðgerðir á augnsvæði
  • Nýleg varanleg förðun (microblade/hairstroke/tattoo)
  • Sólbruni
  • Mjög viðkvæm húð
  • Veikgerð eða skemmd augabrúnahár
  • Lyf við bólusjúkdómum eins og Decutan (ísótretínóín), Doxylin (doxycycline), Epiduo, Differin og Duac (adapelene og benzóýl peroxíð) eða annað.
  • Augnsýkingar/bólgur og herpes simplex
  • Þungun/brjóstargjöf
  • Notkun á A-vítamín afleiðum, sterakremum eða ávaxtasýrum
  • Serum sem ýta undir hárvöxt
  • Sjálfbrúnkuefni ætti ekki að nota á húðina í viku fyrir meðferð.
  • Bólgið augnsvæði.
  • Ef þú hefur áður fengið viðbrögð við svipaðri meðferð.

Eftir meðferð

  • Ráðlagt er að fara alltaf vel eftir leiðbeiningum um meðhöndlun augabrúnanna eftir Brow Lamination.
  • Haltu augabrúnunum þurrum og hreinum í 24-48 tíma eftir meðferð.
  • Forðastu að snerta augabrúnirnar eða svæðið sem er vaxað/plokkað eftir meðferðina, gefðu húðinni og hárunum tíma til að jafna sig.
  • Eorðastu sólböð, ljósabekki og beinan hita, ekki fara í sund, gufu eða heita potta.
  • Ekki bera á húðina retinol (eða aðrar a-vítamín afleiður), ávaxtasýrur (AHA/BHA), sterakrem eða nota aðrar húðflagnandi/ertandi meðferðir í að minnsta kosti 3 daga fyrir og eftir meðferð.

Lash Lift

Lash lift opnar augun og gefur augnhárunum þéttara, lengra og dekkra útlit.

Endingartími allt að 6-8 vikur.

Frábendingar við Lash Lift

  • Augnsýkingar/sjúkdómar
  • Nýleg augnaðgerð
  • Ofnæmi fyrir vöru
  • Mjög viðkvæm augu
  • Mjög vot augu
  • Tárubólga
  • Vogris/bakteríusýkingar í augum
  • Augnþurrkur
  • Notkun ávísaðra lyfja augndropa
  • Meðganga/brjóstagjöf
  • Lyfjameðferð Thyroxin (getur í sumum tilfellum komið í veg fyrir að augnhárin krullist)

Eftir meðferð

  • Forðastu að bleyta augnhárin, gufu og þess háttar í 24 tíma eftir meðferðina og ekki nota augnháraserum sem ýta undir hárvöxt fyrstu 48 tímana.
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search