fbpx

Tímabundin lokun á Snyrtistofunni Dimmalimm

 In Fréttir

Kæru vinir, í nýjustu tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að snyrtistofum er óheimilt að starfa frá miðnætti á morgun, mánudaginn 23. mars. Því þurfum við á Snyrtistofunni Dimmalimm að loka í bili en gert er ráð fyrir að þetta gildi til 12.apríl og vonumst við því til að geta opnað eftir páska.

Á næstu dögum munum hafa samband við þá sem eiga bókaða tíma hjá okkur á þessu tímabili og gera okkar besta til að finna nýja tíma fyrir alla. Ef þið hafið bókað í gegnum netið hjá okkur þá er best ef þið getið afbókað þá sjálf (það er hlekkur í staðfestingapóstinum) og endurbókað í gegnum www.dimmalimm.is/boka

Við sendum ykkur hlýja strauma og vonum að þið hafið það gott þrátt fyrir skrítna tíma.

Kær kveðja, Dimmalimm dúllurnar

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search