Ert þú að gleyma þessu mikilvæga skrefi?

 In Fróðleikur

Eitt mikilvægasta skrefið, en jafnframt skrefið sem gleymist oftast, er djúphreinsun. Þegar við djúphreinsum húðina eru notaðar aðrar vörur en þær sem eru notaðar við daglega andlitshreinsun. Þetta eru vörur sem hafa það sérstaka hlutverk að eyða eða fjarlægja dauðar hornlagsfrumur af yfirborði húðarinnar. Í þessari færslu ætlum við að skoða vörur með ensímum og kornum:

Ensím vinna að því að brjóta niður keratín prótein í dauðum hornlagsfrumum sem veldur því að þær losna af yfirborði húðar. Þegar ensím eru notuð til að djúphreinsa yfirborð húðarinnar náum við að fjarlægja dauðar húðfrumur á virkan en jafnframt mildan hátt án þess að nota núning. 

Korn losa burt dauðar hornlagsfrumur þegar þeim er nuddað á yfirborði húðar.


Essential Peeling

Djúphreinsandi andlitsmaski sem minnkar óhreinindi, fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðar og umfram húðfitu með hjálp ensímsins Bromelain sem er fengið úr Ananas. 

Hvenær: 1 – 2 x í viku. 

Hvernig: Berið jafnt lag á þurra, hreina húð og látið bíða í 10 mín áður en maskinn er þveginn af með volgu vatni.

Við mælum með Essential Peeling fyrir allar húðgerðir en sérstaklega fyrir viðkvæma húð og acne húð (bólur og kýli). 

Essential Scrub

Djúphreinsir með kornum úr hreinum kísil ögnum og jojoba kúlum. Hann endurvekur ljóma húðarinnar og skilur húðina eftir mjúka og slétta.

Hvenær: 1 – 2 x í viku. 

Hvernig: Berið á þurra, hreina húð og nuddið með hringlaga hreyfingum. Hreinsið af með volgu vatni. Ef húðin er viðkvæm ráðleggjum við að nota kornakremið á raka húð.

Við mælum með Essential Scrub fyrir allar húðgerðir nema viðkvæma húð og acne húð (bólur og kýli). Skrúbburinn hentar sérstaklega vel  húð sem er óhrein (fílapennslar), olíukennd og þétt.

Skin Regimen Enzymatic Powder

Vatnsrofinn freyðandi djúphreinsir sem losar burt dauðar húðfrumur og gefur húðinni ljóma. Með papain ensími úr papaya ávextinum, chlorella sem fjarlægir mengunaragnir af yfirborði húðarinnar og hrísgrjónasterkju sem dregur í sig og fjarlægir umfram húðfitu.

Hvenær: 1 – 2 x í viku. 

Hvernig: Hellið 1/2 teskeið af dufti í lófann og blandið svo litlu magni af vatni við. Nuddið lófunum saman til þess að framkalla freyðandi áferð og nuddið á andlitið með hringlaga hreyfingum (varist augnsvæðið). Hreinsið af með volgu vatni.

Við mælum með Enzymatic Powder fyrir allar húðgerðir nema viðkvæmar húðgerðir. Hentar sérstaklega vel fyrir líflausa, gráa eða þroskaða húð.

Kær kveðja, Dimmalimm.

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search