Ný og betri Body Strategist
Líkamslínan Body Strategist frá [comfort zone] fékk yfirhalningu fyrr á árinu og bættust við línuna nýjar vörur ásamt því að nokkrar af eldri vörunum fengu uppfærslu. Mörg okkar höfum saknað Body Strategist skrúbbsins góða en hann var uppseldur í langan tíma en það gleður okkur að tilkynna að hann er nú kominn aftur, endurbættur en ennþá með sömu tvíþættu virknina. Hann inniheldur nú hærra hlutfall af AHA og PHA sýrum og veitir því enn betri húðflögnun ásamt því að hafa 92,23% innihaldsefna með náttúrulegan uppruna.
Einnig bættist við línuna afar spennandi vara, Bagni Di Montalcino, sem er endurmótandi hitavirkur leir með vatni frá Castello di Velona sem er ríkt af bíkarbónaði, súlfati, kalsíum og magnesíum.

BAGNI DI MONTALCINO
Nuddanlegur leir með vatnslosandi og endurmótandi virkni til að vinna á appelsínuhúð. Nýstárleg olíu-gel áferðin auðveldar þér að nudda vörunni á þau svæði sem þarf og bætir innsíun virkra innihaldsefna.
Frá hinum forna kastala og heilsulind, einstakt jarðhita vatn ríkt af kalsíum og magnesium sem er endurnýjandi og mýkjandi fyrir húðina.

THERMO CREAM
Hitavirkt krem með endurmótandi virkni sem getur unnið á staðbundnum misfellum og harðri appelsínuhúð. Nærandi og yndisleg áferð.

PEEL SCRUB
Húðflagnandi gel með náttúrulegum kísileindum, appelsínuberki og 10% alpha- og polyhydroxy sýrum fyrir tvíþætta húðflögnun sem gefur mýkri, sléttari og bjartari húð.
Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega grófri og þurri húð. Kjörið allan ársins hring sem vikuleg meðferð, fyrir sumarið til að undirbúa húðina fyrir sól eða eftir sumarið til að viðhalda mýkt húðarinnar.

D-AGE CREAM
Ríkt, þéttandi og nærandi líkamskrem sem vinnur gegn ótímabærri öldrun.

CREAM GEL
Endurmótandi og vatnslosandi kremgel til að meðhöndla appelsínuhúð af völdum vatnssöfnunar.

OIL
Nærandi líkamsolía. Kjörin fyrir óléttar konur og viðkvæma húð.

CRYO LEG GEL
Sérstök meðferð sem veitir samstundis ferskleika, dregur úr bólgum og léttir á þungum fótum. Skyndihjálp fyrir þreytta fótleggi. Samverkandi og endurbætt virkni veitir samstundis létti og hjálpar til við að bæta blóðrás og ýtir undir losun á umfram vökva.
-
Product on saleBody Strategist D-age Cream9.730 kr.
-
Product on saleBody Strategist Bagni Di Montalcino5.940 kr.
-
Product on saleBody Strategist Thermo Cream9.730 kr.
-
Product on saleBody Strategist Peel Scrub6.230 kr.
-
Product on saleBody Strategist Cream Gel9.730 kr.
-
Body Strategist Oil10.900 kr.
-
Product on saleBody Strategist Cryo Leg Gel6.230 kr.