Er C-vítamín í þinni húðrútínu?

 In Fróðleikur

Það hafa eflaust flest heyrt um krafta og mikilvægi C-vítamíns þegar það kemur að líkamlegri heilsu og efnaskiptum innan líkamans. C-vítamín finnst einnig í húðvörum og er talið henta vel til að leiðrétta litabreytingar og litabletti, ójafnan húðtón og gefa ljóma. Flestar húðgerðir þola það vel og notkun þess gefur árangur með daglegri notkun.  

C – vítamin er eitt af þeim innihaldsefnum í snyrtivörum sem hefur hvað mest af rannsóknum á bakvið sig. Það hefur sýnt fram á að askorbínsýra, sem er eitt rannsakaðasta form c-vítamíns, getur hjálpað okkur við að halda og mynda kollagen.

Örvar kollagen myndun 

C-vítamín er hluti af náttúrulega ferlinu sem myndar kollagen í húðinni og aðstoðað ensímin okkar sem framleiða kollagen og þurfa c-vítamín til að virka.  Á sama tíma er það talið geta hindrað ensímin sem brjóta niður kollagen og hjálpað til við gróanda húðar. 

Verndun gegn skaðlegum sólargeislum

Byrjum á því að taka það fram að c-vítamín tekur aldrei við sólarvörninni og ráðleggjum við alltaf að nota UVA/UVB vörn með 30 (eða hærri) sólarvarstuðul. Það sem c-vítamín er talið gera er að nota andoxandi hæfileika sína til þess að gera við skemmdir og oxun sem myndast í húðinni af völdum útfjólublárra geisla.

Unnið á litabreytingum

Sólarskemmdir eða aðrir litablettir eru oft áhyggjuefni meðal fólks. Rannskónir hafa sýnt að askorbínsýra getur haft mögulega hamlandi áhrif á framleiðslu melaníns (litarefni húðarinnar) og hindrar því myndun litabletta og jafnar húðtón. 

Helsti gallinn við c-vítamín eða askorbínsýru er hvað það er erfitt að halda því stöðugu í formúlum því það er viðkvæmt fyrir öðrum efnasamböndum, súrefni og sólarljósi svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessir þættir komast í snertingu við formúluna eða umbúðirnar getur c-vítamín varan tapað virkni sinni að hluta eða alveg. 

Skin Regimen 15.0 Vit C Booster

Til þess að tryggja það að þú fáir fulla virkni kemur Vit-c boosterinn frá /skin regimen/ í tvennu lagi, annarsvegar flaska með serumi og hinsvegar lokaður pakki með dufti. Þegar þú ert tilbúin/nn til þess að byrja að nota serumið blandar þú duftinu við serumið og hrisstir í 30 sekúndur og lætur svo bíða í 2 mín fyrir fyrstu noktun – eftir að serumið hefur verið blandað er það virkt í 30 daga svo það er ráðlagt að nota það kvölds og morgna til að nýta fulla virkni þess á meðan hægt er. Ef þú hefur möguleika á því er gott að geyma boosterinn á köldum dimmum stað, helst í kæli. 

Engin húð er eins. Því er mikilvægt að velja réttar vörur og meðferðir til þess að viðhalda ljómandi og heilbrigðri húð.

Húðgreining er góð leið til þess að setja saman húðrútínu sem er sérsniðin að þínum þörfum sem og ákvarða hvaða andlitsmeðferðir myndu koma sér vel fyrir þig til að ná þínum húðmarkmiðum. 

Smelltu hér til að bóka tíma í húðgreiningu.

Kær kveðja, Snyrtistofan Dimmalimm

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search