fbpx

Snyrtistofan Dimmalimm 14 ára – Tímamót

 In FréttirÞann 1. September 2006 opnaði Snyrtistofan Dimmalimm í 14 fm.
herbergi inn af hárgreiðslustofu í Grafarholtinu. Fyrir algera tilviljun
keypti ég mjög lítinn snyrtistofurekstur, fann nafn og hóf störf og er
enn að. Það voru ekki biðraðir út á götu en ég mætti alltaf á réttum
tíma og var allan daginn þó ekki væri fullbókað í von um að síminn
hringdi eða einhver kæmi við. Á þessum 14 árum hefur fyrirtækið
blómstrað og stækkað hægt og rólega þrátt fyrir ýmsar áskoranir eins
og hrunið 2008 og núna Covid-19 og ýmislegt þar á milli. Mig langar
að þakka Grímsa mínum fyrir þolinmæðina og að styðja ávallt við
bakið á mér.

Við fluttum úr litla herberginu í Grafarholtinu og opnuðum í 100fm.
Húsnæði í Hraunbænum 1. September 2009. Það var nú ekki af því að
við höfðum stækkað svo mikið, heldur var húsnæðið hentugra,
hagstæðra og steinsnar frá heimili okkar hjóna og bauð upp á mikla
möguleika hvað varðaði reksturinn. Við fengum einhverjar krónur í
lán hjá bankanum til að standsetja húsnæðið sem við gerðum sjálf
ásamt góðri og ómetanlegri hjálp frá fjölskyldu og vinum og vil ég
nota tækifærið og þakka ykkur fyrir allt.
Að vera í svona rekstri er ekki dans á rósum alla daga. Þetta er
hörkuvinna, maður leggur allt sitt í þetta, blóð svita og tár og hefur
oftar en ekki sett fyrirtækið í forgang fram yfir eigin þarfir. Maður
öðlast mikla og dýrmæta reynslu og lærdóm við að vera í rekstri.
Fyrir utan allt dýrmæta fólkið sem við fáum að kynnast og tengjast,
bæði starfsfólk, samstarfsaðilar og viðskiptavinir.
Mér finnst Dimmalimm, alltaf vera bara lítil stofa í Árbænum, en
þegar maður sest niður og fer yfir farinn veg þá sér maður hversu
miklu maður hefur áorkað og er ég virkilega stolt og þakklátt. Ég hef
lagt mikið upp úr fagmennsku og góðri þjónustu í gegnum tíðina. Við
fylgjumst vel með því sem er að gerast í faginu, sækjum námskeið og
kynningar og erum alltaf að bæta við okkur þekkingu og nýjum
meðferðum. Það allra nýjasta hjá okkur er Alma Beauty Rejuve. Með
Alma Beauty Rejuve getum við boði upp á áhrifaríkar, áraeiðanlegar
og öruggar meðferðferðir í varanlegri háreyðingu, við háræðaslitum,
litabreytingum, rósroða og húðþéttingu (Glorious skin).

Ég hef mikla ástríðu fyrir að kenna og því hef ég tekið að mér
mikið af nemum í snyrtifræði á samning auk þess að þjálfa nema úr
skólanum. En kennslan gefur mér svo mikið í þessu starfi.
Að fá að miðla þekkingu minni og reynslu til nemanna, móta þá og hafa áhrif á
þá sem fagfólk sem og læra af þeim líka. Ég er virkilega stolt og
þakklátt öllum flottu nemunum og starfsólkinu mínu og okkar sem
hafa starfað, lært og eru að læra hjá okkur á Dimmalimm. Ég hef
verið svo lánsöm að hafa fengið frábært fólk í lið með mér í gegnum
árin, sem hefur starfað af svo miklum metnaði og fagmennsku og
verið með mér í þessu af heilum hug. Þessi samvinna er ómetanleg og
þakka ég ykkur öllum núverandi og og fyrrum Dimmalimmdúllum.Ég er þakklát ykkur kæru viðskiptavinir, fyrir viðskipti ykkar og að
standa með okkur í gegnum súrt og sætt. Án ykkar værum við ekkert.
Takk fyrir að velja og treysta okkur fyrir ykkar vellíðan og útliti og
leyfa okkur að taka þátt í ykkar lífi.
Í 14 ár hefur stofan verið litla barnið mitt en er komið á
fermingaraldur og í fullorðinmanna tölu. Núna stend ég á
tímamótum, og erum við hjónina að fara eiga okkar fyrsta barn á
gamals aldri. Svo ég mun hverfa frá störfum í bili. Það er skrítið og
dáldið erfitt að yfirgefa fermingarbarnið og sérstaklega ykkur
viðskiptanina næsta árið. En mín bíða spennandi tímar að kljást við
langþráð móðurhlutverkið.


Rebekka Einarsdóttir Meistari í snyrtifræði, mín hægri hönd, sem
hefur alist upp hjá mér á Dimmalimm í rúm 5 ár mun taka við
forstjórastarfinu í minni fjarveru og gæti ég ekki fengið betri
manneskju í það. Ég veit að þið eruð í góðum höndum hjá okkar
frábæra og yndislega starfsfólki. Ég fylgist með bakvið tjöldin og
hlakka til að dekra við ykkur að ári liðnu. Passið upp á sjálf ykkur,
farið varlega á þessum skritnu tímum, njótið lífsins, dekrið við ykkur
og verið góð við hvort annað.
Það eru auðvitað fullt af afmælistilboðum í gangi hjá okkur núna,
bæði á snyrtivörum og meðferðum. Endilega fylgist með á
samfélagsmiðlunum okkar og í vefversluninni, dimmalimm.is.

Kærleikskveðja til ykkar allra.
Ykkar,
Svana
Forstýra Dimmalimm

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search