Ný meðferð – húðþétting með NIR

 In Fréttir, Fróðleikur

Það gleður okkur að kynna nýjungar í meðferðum á Snyrtistofunni Dimmalimm. Nú bjóðum við upp á varanlega háreyðingu með IPL, meðferðir við litablettum og háræðaslitum með IPL og glæsilega nýja húðþéttandi andlitsmeðferð – Glorious Skin


Húðin verður strax ljómandi og er sjáanlegur árangur strax eftir eina meðferð. Tilvalin til að fríska upp á útlitið fyrir fínni tilefni eins og árshátíðir, afmæli eða brúðkaup.

Húðþéttandi meðferð gerð með nær-innrauðu ljósi (NIR – Near infared light). Með hita frá NIR dragast saman núverandi kollagen þræðir húðarinnar sem gefur húðinni þéttari og stinnari ásýnd. Nýmyndun verður á kollageni í dermislagi húðar án þess að skaði verði á hyrnislagi.

Hægt er að kaupa staka meðferð eða fjögur skipti saman á hagstæðara verði.

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search