Hvaða andlitshreinsir hentar þér?
Engin húð er eins. Því er mikilvægt að velja réttar vörur til þess að viðhalda ljómandi og heilbrigðri húð – þetta á líka við um andlitshreinsun. Það er einmitt þess vegna sem að [comfort zone] býður upp á andlitshreinsa fyrir allar húðgerðir og mismunandi ástand húðar.

Essential Micellar Water – Fjölvirkt vatn til þess að hreinsa andlit, augu og varir. Fjarlægir förðun, hreinsar svitaholur og yfirborð húðar án þess að þurfa að skola.
Við mælum með að nota Micellar vatn sem fyrsta skref hreinsunar til að fjarlægja farða og óhreinindi áður en annar hreinsir er notaður.
Micellar vatn hentar öllum og er tilvalið í ferðalagið.

Essential Face Wash – Mjúkur og freiðandi andlitshreinsir sem fjarlægir öll óhreinindi og gefur ljóma.
Við mælum með Face Wash fyrir venjulega-, blandaða- eða olíumikla húð, hentar einnig yngri húðgerðum. Hentar ekki viðkvæmum eða of þurrum.

Essential Milk – Kremaður og léttur andlitshreinsir sem fjarlægir óhreinindi og farða og endurheimtar náttúrulegan ljóma húðarinnar.
Við mælum með Essential Milk fyrir allar húðgerðir.

Remedy Cream To Oil – Andlitshreinsir sem breytir um áferð á meðan þú notar hann. Fyrst er hann kremkenndur og auðvelt að nudda húðina létt og með því fjarlægja óhreinindi. Þá breytist hann í olíu og klárar hreinsunina. Húðin verður flauelsmjúk og hrein. Remedy Cream to Oil er ilmefnalaus.
Við mælum með Cream to Oil fyrir viðkvæma eða þurra húð.

Active Pureness Gel – Andlitshreinsir með sótthreinsandi og bakteríudrepandi virkni. Hann inniheldur meðal annars glucanolactone sem veldur mildri húðflögnun.
Við mælum með Gel hreinsinum ef þú ert með olíumikla og/eða óhreina húð.

/skin regimen/ Cleansing Cream – Mildur, freyðandi yfirborðshreinsir með margþætta virkni. Verndar húðina gegn neikvæðum áhrifum mengunar ásamt því að fjarlægja SPF, farða, ryk og mengun.
Við mælum með Cleansing Cream fyrir fyrir alla nema kannski mjög þurra og mjög viðkvæma. Þá mælum við frekar með Remedy eða Essential.
-
Active Pureness Gel6.400 kr.
-
Remedy Cream to Oil5.850 kr.
-
Essential Face Wash5.600 kr.
-
Essential Micellar Water5.900 kr.
-
Essential Milk5.600 kr.
-
/skin regimen/ Cleansing CreamProduct on sale4.650 kr.
Ef þú veist ekki hvernig húðgerð þú ert með er hægt að bóka tíma í húðgreiningu með Skin Analyzer þar sem við greinum húðina með hjálp húðskanna og gefum ráðleggingar út frá því.