1. júní – Fréttabréf frá Dimmalimm

 In Fréttir

Kæru viðskiptavinir, nú eru smá breytingar hjá okkur á Dimmalimm.

Í dag 1. júní snýr Svana loksins aftur til starfa eftir þónokkra fjarveru og er þegar byrjuð að taka við bókunum. Hún er mjög spennt að byrja vinna aftur og hlakkar óskaplega mikið til að hitta ykkur aftur.

Tímabókanir í síma 557-5432 

Rebekka og Telma okkar eru að fara í fæðingarorlof núna í júní og óskum við þeim alls hins besta í móðurhlutverkinu. Þeirra verður sárst saknað.

Hrafnhildur Sól og Elva Björg eru nýjir starfsmenn á Dimmalimm

Hrafnhildur er að útskrifast úr snyrtifræði frá Fjölbraut í Breiðholti en hún var hjá okkur á fimmtudögum í vetur í áfanganum þjálfun á stofu, svo einhverjir kannast við hana.  Hrafnhildur starfaði á snyrtistofu síðasta sumar og ætlar að klára samninginn sinn hjá okkur á Dimmalimm.  Elva Björg er snyrtifræðinemi frá Fjölbraut í Breiðholti og verður hjá  okkur í fullu starfi í sumar. 

Við bjóðum Hrafnhildi og Elvu innilega velkomnar í okkar frábæra starfsmannteymi. Hægt er að bóka tíma hjá þeim á Dimmalimm.is/boka
Hún Súsanna okkar lauk sveinsprófi í snyrtifræði í mars með glæsibrag og óskum við henni innilega til hamingju. Þess má geta að Súsanna er einnig lærð í varanlegri förðun og má því vænta að hún muni bjóða upp á það á næstunni.

Í lok ágúst erum við Dimmalimmurnar að fara til Parma á Ítalíu að heimsækja höfuðstöðvar comfort zone og verður því lokað hjá okkur á þeim tíma.

Eins og margir vita hafa verið miklar fræmkvæmdir á húsnæði Dimmalimm og því miður er því ekki lokið, en vonandi klárast það núna í sumar. Ég vil þakka bæði ykkur viðskiptavinum okkar, starfsfólki og nágrönnum fyrir þolinmæðina í þessum viðgerðum.

Við minnum á að tímarnir fara hratt á þessum árstíma og því er gott að vera tímanlega í að bóka sumardekrið. 

Kær kveðja, stelpurnar á snyrtistofunni Dimmalimm

Hleð inn ...
Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search