10.0 Tulsi Booster

 In Fróðleikur

Tulsi eða heilög basilíka er indversk jurt sem hefur verið notuð í indverskum ayurvedic læknisfræðum í yfir 3000 ár. 10.0 Tulsi booster frá /skin regimen/ er með 10% virkri tulsiblöndu sem styður heilbrigt yfirbragð þökk sé andoxandi, nærandi og verndandi eiginleika. Tulsi vinnur á þurri húð sem skortir þéttleika með því að bæta náttúrulegan lífskraft og ljóma hennar.  

Húðin upplifir streitu af ytri þáttum eins og  t.d. borgarlífi, umhverfi, loftlags- og rakabreytingum en líka af innri þáttum eins og hugrænni streitu sem sendir bólguskilaboð í gegnum taugakerfið sem geta endað í húðinni. Tulsi er frábær til þess að viðhalda jafnvægi á streitueinkennum húðar og á sama tíma hefur Tulsi örverueyðandi, bakteríudrepandi og andoxandi eiginleika. Aðal virka innihaldsefnið í Tulsi olíu er evgenól sem hefur sannað sig í að létta á húðvandamálum og t.d. vinna gegn akni.

Með 10.0 Tulsi booster gefur þú húðinni þinni aukinn ljóma og aukið jafnvægi með náttúrulegum innihaldsefnum og silkimjúkri áferð sem gengur hratt inn í húðina og gefur húðinni ekki fituga áferð. 100% þeirra kvenna sem tóku þátt í prófun sögðu að húðin væri mýkri og meira ljómandi.

Fallegur bakpoki og 8ml /skin regimen/ booster* eða 8ml glyco-lacto peel fylgir með í kaupbæti þegar þú kaupir /skin regimen/ booster + eina /skin regimen/ vöru að eigin vali.

*1.5 retinol booster, 1.85 HA booster eða 10.0 tulsi booster

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search