Tímabundin lokun á Snyrtistofunni Dimmalimm

Kæru vinir, í nýjustu tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að snyrtistofum er óheimilt að starfa frá miðnætti á morgun, mánudaginn 23. mars. Því þurfum við á Snyrtistofunni Dimmalimm að loka í bili en gert er ráð fyrir að þetta gildi til 12.apríl og vonumst við því til að geta opnað eftir páska.
Á næstu dögum munum hafa samband við þá sem eiga bókaða tíma hjá okkur á þessu tímabili og gera okkar besta til að finna nýja tíma fyrir alla. Ef þið hafið bókað í gegnum netið hjá okkur þá er best ef þið getið afbókað þá sjálf (það er hlekkur í staðfestingapóstinum) og endurbókað í gegnum www.dimmalimm.is/boka
Við sendum ykkur hlýja strauma og vonum að þið hafið það gott þrátt fyrir skrítna tíma.
Kær kveðja, Dimmalimm dúllurnar