SúsannaSnyrtifræðingur

    Hæ! Ég heiti Súsanna og er snyrtifræðingur á Snyrtistofunni Dimmalimm.

    Ég lærði snyrtifræði í FB 2020-2021 og útskrifaðist þar í Maí 2021. Byrjaði að vinna á snyrtistofunni Dimmalimm með skólanum og eftir skólann tók ég nemasamninginn minn þar og lauk svo sveinsprófi í mars 2022 og starfa nú sem fullgildur snyrtifræðingur á snyrtistofunni Dimmalimm.
    Auk snyrtifræðingins er ég lærð förðunarfræðingur og svo geri ég einnig varanlega förðun, hvort sem það eru augabrúnir, augnlína eða varir. Er ég svo líka í meistaranámi í snyrtifræði núna.
    Ég hef lengi haft áhuga á snyrtifræði og sem unglingsstúlka ætlaði ég alltaf að vera snyrtifræðingur en fór í smá aðra leið að henni og fór ég að læra myndlist og svo fatahönnun og er ég einnig lærður stílisti.
    Það sem kom mér mest á óvart við að læra snyrtifræðinginn hvað þetta er mikið nám, mun meira en ég bjóst við en virkilega skemmtilegt, hafði ég mjög gaman á að læra andlistmeðferðinar, allt um húðina og svo hef ég einnig mjög gaman af vaxinu.
    Ég hef mikinn áhuga á hönnun, myndlist og menningu. Finnst gaman að fara á tónleika, út að borða og elda góðan mat og njóta með vinum og fjölskyldu.

    Hafðu sambandi

    Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

    0

    Start typing and press Enter to search