Eydís ErnaSnyrtifræðingur

    Hæ, ég heiti Eydís og er snyrtifræðingur á snyrtistofunni Dimmalimm 🦢

    Ég lærði snyrtifræði í fjölbrautaskólanum í Breiðholti frá 2020-2021. Ég byrjaði að vinna á snyrtistofunni Dimmalimm sumarið 2021 með náminu og kláraði námssamningin minn þar eftir útskrift. Ég lauk svo sveinsprófi núna í september 2022 og starfa hér á Dimmalimm sem snyrtifræðingur. Ég hef lengi haft áhuga á greinum snyrtifræðinnar, frá ungum aldri hef ég leikið mér við að naglalakka, farða og lita dömurnar í fjölskyldunni (og stundum pabba). Ég skráði mig í námið í algjörri hvatvísi og vissi því í raun ekki alveg hvað ég væri að fara út í. Það kom mér að óvart hvað snyrtifræðin bíður uppá mikla fjölbreyttni en mér finnst andlitsmeðferðir og litun og plokkun skemmtilegast. Önnur áhugamál mín eru leiklist og söngur en stelpurnar á Dimmalimm fá stundum að finna aðeins fyrir því.

     

    Hafðu sambandi

    Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

    0

    Start typing and press Enter to search