RebekkaMeistari í snyrtifræði

Hæ, ég heiti Rebekka og er meistari í snyrtifræði á snyrtistofunni Dimmalimm.

Ég lærði snyrtifræði í Snyrti‑akademíunni og klára það nám 2015 og fer beint á námssamning á snyrtistofunni Dimmalimm þar sem ég starfa ennþá. Ég tók sveinspróf í maí 2016 og var verðlaunuð á Nýsveinahátíð IMFR í febrúar 2017 með bronsverðlaun fyrir árangur á sveinsprófum. Árið 2020 kláraði ég meistaraskólann og hlaut verðlaun Samtaka Iðnaðarins fyrir góðan árangur. Árin 2020 – 2022 sótti ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands til að öðlast kennsluréttindi sem ég kláraði vorið 2022. Ég hef sótt mikið af styttri námskeiðum og setið fyrirlestra fyrir snyrtifræðinga bæði hérlendis og erlendis. Mitt áhugasvið eru húðvísindi og meðferðir ásamt efnafræði snyrtivara en einnig hef ég lagt töluverða áherslu á augabrúnir.

Ég vinn með húðvörur frá ítölsku merkjunum [comfort zone] og /skin regimen/. Ég legg mikla áherslu á það að setja saman meðferðaráætlanir og heimameðferð sem er sniðin að þörfum hvers og eins eftir húðgreiningu.

Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search

Snyrtistofa | Dimmalimm
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.