Snyrtistofan Dimmalimm 19 ára

 In Fréttir, Kaupaukar og gjafir

Skemmtilegasti mánuðurinn hjá Snyrtistofunni Dimmalimm er hafinn. Af hverju segi ég það? Jú, það er nú af því að við eigum afmæli.  Það er alltaf jafn ótrúlegt hvað safnast í árafjöldann því mér finnst ég hafa opnað Dimmalimm í gær en svo er nú ekki, Dimmalimm er 19 ÁRA! 

Eins og mörg ykkar vita þá verð ég alltaf dálítið meir og þakklát á afmælinu. Ég er þakklát fyrir ykkur kæru viðskiptavinir, takk fyrir að velja og treysta okkur. Svo er ég ákaflega þakklát og stolt af mínum góðu og dásamlegu snyrtifræðingum sem völdu að starfa af heilhug, metnaði og fagmennsku á Dimmalimm þar sem ríkir mikill áhugi, samstaða og vinátta. Án ykkar allra er enginn Dimmalimm, svo ég segi þúsund milljón TAKK af öllu hjarta.

Talandi um afmæli þá átti heimsins besta Rebekka mín 10 ára starfsafmæli í apríl en þessi dásamlega mannvera hefur verið stoð mín og stytta síðan þá. Fyrir utan að vera fagmaður fram í fingurgóma, vinnusöm og viskubrunnur þá er hún Rebekka traust og trygg, góð vinkona og samstarfskona sem ég er svo einstaklega þakklát fyrir.
Takk elsku gullið mitt fyrir alla þína vinnu á öllum tímum sólarhringsins.

Það hefur ýmislegt á daga okkar drífið undanfarið. Það voru sveinspróf í september, sem Telma og Katrín kláruð með glæsibrag. Mikil frjósemi var í loftinu eða vatninu á Dimmalimm en þær Telma og Andrea urðu mæður í vor og er hún elsku Rebekka mín á leið í fæðingarorlof á næstu vikum. Katrín fór á vit nýrra ævintýra og hefur mögulega ferðast með ykkur um háloftin í sumar.

Við þurftum auðvitað að fá liðsauka þar sem við Rebekka vorum orðna einar eftir í hreiðrinu en við vorum svo einstaklega lánsamar að fá til okkar frábærar fagmanneskjur. Halldóra Vattnes gekk til liðs við okkur í maí en hún er með sveinspróf í snyrtifræði og er taka meistarann um þessar mundir. Hún er enginn nýgræðingur því hún hefur starfað við fagið í mörg ár, rekið eigin stofu, er í heildsölurekstri og er með podcastið snyrtifræðingarnir. Þar að auki er Halldóra ótrúlega skemmtileg, drífandi og hugmyndarík.


Karen Mjöll gekk til liðs við okkur í apríl. Hún er nemi í snyrtifræði en er sérfræðingur í varanlegri förðun og augnháralengingum. Hún er einstaklega fær, ljúf og góð og algjör dugnaðarforkur.
Þórey Lára bættist svo í hópinn okkar í júní en hún er nemi í snyrtifræði. Þórey tók þátt í keppninni Mín framtíð sem haldin var í mars og hlaut annað sætið en keppt var í andlitsmeðferð með bak- og handanuddi, litun og plokkun ásamt förðun. Þórey fór í starfsnám til Kanarí í byrjun sumars og vann í einn mánuð á SPA hóteli þar til hún kom til okkar.  Þórey er róleg, vandvirk, bóngóð og ljúf. Þær Karen Mjöll og Þórey Lára eru báðar að taka samninginn sinn hjá okkur og útskrifast af snyrtifræðibraut FB um jólin og munu svo koma í fullt starf hjá okkur. Við bíðum spenntar eftir því.


Núna um mánaðamótin bættist svo enn einn gullmolinn við hjá okkur en það er hún Fanney Dögg. Hún er meistari í snyrtifræði, förðunarfræðingur og snyrtifræði kennari í FB. Fanney hefur starfað lengi í faginu og meðal annars rekið eigin stofu til margra ára. Fanney er einstaklega brosmild, mikil hlaupakona og yndisleg manneskja sem ætlar að létta undir með okkur þar sem ég sjálf Svana er einnig að kenna snyrtifræði í FB og Rebekka á leið í fæðingarorlofið. Bara svona svo enginn fari í panikk þá verð ég auðvitað á svæðinu nema á þriðjudögum og miðvikudögum þegar ég er í kennslu. Svo það er aldeilis spennandi tímar fram undan og eðal fólk sem tekur vel á móti ykkur á Dimmalimm.

Eins og ég hef sagt ykkur áður þá er ég mikið afmælisbarn og að sjálfsögðu höldum við upp á það eins og undanfarin ár. Við bjóðum ýmis tilboð á sérvöldum andlitsmeðferðum, gjafabréfum og vöru afslætti. Lukkupotturinn verður á sínum stað ásamt gjafaleikjum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með, nýta ykkur þessi frábæru tilboð og taka þátt í leikjunum okkar. Munið að maður vinnur ekki ef maður tekur ekki þátt

Enn og aftur kæru viðskiptavinir Takk fyrir að velja Dimmalimm, þið sem hafið ekki komið til okkar, verið hjartanlega velkomin. Takk elsku Dimmalimmdúllurnar mínar fyrir ykkar faglegu, góðu störf og vináttu, takk elsku fjölskylda mín og vinir fyrir stuðninginn og aðstoðina alla tíð.


Takk
Ykkar Dimmalimm (Svana Björk)

ps. Við erum farnar að bóka fyrir jólin 

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search

Snyrtistofa | Dimmalimm
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.