Tara Lind hlaut bronsverðlaun fyrir afburðarárangur á sveinsprófi

Tara Lind hlaut bronsverðlaun fyrir afburðarárangur á sveinsprófi

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fór fram laugardaginn 8. febrúar síðastliðinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Hátíðin er til heiðurs iðnsveinum sem lokið hafa sveinsprófi í sinni iðngrein með afburða árangri.

Hún Tara Lind okkar á Snyrtistofunni Dimmalimm var þess heiðurs aðnjótandi að fá bronsverðlaun fyrir afburða árangur á sveinsprófi árið 2018, í snyrtifræði. Einnig hlaut Svana viðurkenningu fyrir leiðsögn sína og þjálfun. Við óskum Töru Lind og Svönu innilega til hamingju með árangurinn.

Til gamans má geta að Rebekka hneppti einnig þessi verðlaun fyrir 2. árum fyrir afburðaárangur á sveinsprófi 2016.

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

0

Start typing and press Enter to search