Tara Lind hlaut bronsverðlaun fyrir afburðarárangur á sveinsprófi

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fór fram laugardaginn 8. febrúar síðastliðinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Hátíðin er til heiðurs iðnsveinum sem lokið hafa sveinsprófi í sinni iðngrein með afburða árangri.

Hún Tara Lind okkar á Snyrtistofunni Dimmalimm var þess heiðurs aðnjótandi að fá bronsverðlaun fyrir afburða árangur á sveinsprófi árið 2018, í snyrtifræði. Einnig hlaut Svana viðurkenningu fyrir leiðsögn sína og þjálfun. Við óskum Töru Lind og Svönu innilega til hamingju með árangurinn.

Til gamans má geta að Rebekka hneppti einnig þessi verðlaun fyrir 2. árum fyrir afburðarárangur á sveinsprófi 2016.

 

[comfort zone] Jólagjafabæklingur


[comfort zone] Jólapakkar

Smelltu á myndina til að skoða jólabæklinginn frá comfort zone.

OPIÐ HÚS 3. NÓV – Dimmalimm 10 ára

Snyrtistofan Dimmalimm fagnar 10 ára starfsafmæli um þessar mundir og að því tilefni verðum við með opið hús fimmtudaginn 3. Nóvember næstkomandi frá 17 til 19 og þér er boðið!

13619878_1214503478568829_1673649197327243892_n

Sérfræðingur frá Comfort zone, ásamt Snyrtifræðingum Dimmalimm veita þér faglega ráðgjöf við val á snyrtivörum og húðmeðferðum

Frábær tilboð þetta eina kvöld: 

22% afsláttur af öllum Comfort Zone snyrtivörum*
*Gildir ekki af sértilboðum

20% afsláttur af öllum Comfort Zone andlitsmeðferðum þegar bókað og greitt er á staðnum 

15% afsláttur af jóla-gjafabréfum að verðmæti 10.000.-kr eða meira*
*gildistími: 24.12.16 – 28.02.2018), gildir ekki af dáleiðslumeðferðum

image00

Allir sem versla fara í afmælis-lukkupottinn og eiga möguleika á að vinna ævintýralega gjöf, dregið verður að viðburði loknum.

Boðið verður upp á húðgreiningu og ráðgjöf við val á snyrtivörum og húðmeðferðum.

Gestum gefst kostur á að prófa sogæðavélina okkar sem hefur öflug hreinsandi og afeitrandi áhrif.  Ath. takamarkaður fjöldi

Sértilboð í Nóvember
timthumb-php_

Fótsnyrting með OPI gellökkun 10.990,- (fullt verð:13.400,-)
Jólalitirnir eru komnir, mikið úrval

Léttir drykkir og súkkulaði í boði,

Hlökkum til að sjá þig 🙂

 

 

 

 

Snyrtistofan Dimmalimm á afmæli :)

12038032_1043701898982322_1526994216109648577_nSnyrtistofan Dimmalimm er 9 ára

Með þakklæti og hlýju í hjarta langar okkur á Dimmalimm að byrja á því að þakka ykkur kæru viðskiptavinir fyrir tryggð ykkar við okkur öll þessi ár. Verið ávallt velkomin til okkar í dekur og notalegheit. Við tökum vel á móti ykkur 🙂

Það er sönn ánægjar að segja frá því að við vorum að fá nýja línu í hús frá [comfort zone]. Hin nýja lína Sublime skin frá [comfort zone] er endurnýjandi, stinnandi og eykur fyllingu. Að því tilefni ætlum við að bjóða 20% kynningar og afmælisafslátt af nýju Sublime skin línunni núna í september. Hver veit nema við gefum heppnum viðskiptavin Sublime skin andlitsmeðferð.

Þann 2. september fórum við Dimmalimmurnar á frábært námskeið og kynningu hjá [comfort zone]  á Íslandi. En þar var heimsfrumsýning á nýjustu vörum og meðferðum [comfort zone], Sublime skin. Antonella Latilla meðferðarsérfræðinur [comfort zone]  kom frá Ítalíu og kenndi okkur nýjustu andlitsmeðferðirnar. Sublime skin meðferðirnar eru annars vegar Double peel sem er öflug sýrumeðferð og hins vegar Active lift nuddmeðferð.  Meðferðirnar eru lyftandi og endurnýjandi, gefa ljóma og auka þéttleika. Þetta eru tvær gjörólíkar upplifanir sem vinna vel saman án árekstra. Við mælum með að nota báðar meðferðirnar til skiptis til þess að hámarka virknina.

Fljótlega munum við svo bjóða upp á Sublime skin andlitsmeðferðirnar.

Í október er er spennandi nýjung að bætast við hjá okkur en það er Meta therapy frá Dermatude. Dermatude’s Meta Therapy stendur fyrir Medical & Esthetical Tissue Activating Therapy og er eina aðferðin til þess að bæta og fegra húðina bæði innanfrá og utanfrá (sótt af dermatude.is).  Við munum segja ykkur meira frá þessu þegar nær dregur en þeir sem geta ekki beðið geta kynnt sér málið á heimasíðu Dermatude á Íslandi Hér

Fylgist með okkur á facebook, hér á síðunni og í tölvupósti. En þar munum við birta upplýsingar um öll tilboð, leiki og nýjungar.

NÝTT – MOROCCANOIL BODY

Moroccanoil Body línan fæst hjá okkur á Snyrtistofunni Dimmalimm
Moroccan-Oil-Body-Products

Nýr starfsmaður

Rebekka Einarsdóttir

Rebekka Einarsdóttir

Við á Snyrtistofunni Dimmalimm höfum bætt í starfsmannahópinn okkar. Rebekka Einarsdóttir snyrtifræðingur og makeup artist hóf störf hjá okkur í byrjun apríl og viljum við bjóða hana hjartanlega velkomna til okkar á Dimmalimm.
Rebekka útskrifaðist frá Snyrtiakademíunni í Kópavogi í mars síðastliðnum með glæsibrag.
Rebekka hefur starfað mikið við farðanir undanfarið og er því enginn nýgræðingur á því sviði.

Þess má einnig geta að Stefanía Huld snyrtifræðingur sem hefur starfað hjá okkur síðan í október er einnig förðunarfræðingur og hægt er að panta farðanir hjá stelpunum á virkum dögum og á laugardögum eftir samkomulagi 🙂

10920932_10152717578258432_5362557539627716018_n

Stefanía Huld Evertsdóttir

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár kæru viðskiptavinir og takk fyrir árið sem er að líða. Við fögnum nýju ári með þessum nýja vef sem hægt er að skoða í öllum tölvum, spjaldtölvum og símum.