Nailberry 4pk. Makkarone Collection

8.990 kr.

Nailberry naglalökkin eru eiturefnalaus, vegan, næra, anda og hleypa í gegn raka og súrefni. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”.

2 á lager

Lýsing

Lýsing

Makkarone Collection Vor og sumar lína Nailberry 2023 og Bare Essentials. Dekraðu við þig með nýju sumarlitunum frá Nailberry, þrennunni sem er innblásinn af litbrigðum frönsku makkarónukökunar. Bjartir, mjúkir og ómótstæðilegir pastellitir sem færa þér sumarið og eru sannkölluð veisla fyrir augað. Hver stroka af vel þekktu breiðu burstunum okkar er fullkominn, vel þekjandi, litrík og gljáandi með litum sem endast og endast. Macaron Collection svalar þörfinni fyrir gómsæt sætindi þetta sumarið og færir þér ferskleika og fjör fyrir hendur og fætur. Simply The Zest Rjómakennd sítróna. Þessi fjörugi pastelguli litur sem er innblásin af ljúffengum sítrónutónum passar fullkomlega fyrir sumarið. Passar bæði með hversdagsfötunum eða þegar þú ætlar að lyfta þér upp og fara í uppáhalds sumarkjólinn. Það munu fleiri en þú falla fyrir þessum fallega lit og hann mun vekja athygli. Pistachi-Oh! Rjómakenndur ljósgrænn Þessi glansandi flotti litur undirstrikar ferskeika sumarfatanna. Ferskan og kraftmikinn litinn er hægt að nota hvenær sem er sólarhringsins. Þessi áhrifamikli og fjölhæfi litur passar vel með með öllum litatónum húðarinnar. Peach Of My Heart Pastel Ferskja Skarpur og léttur liturinn hressir bæði upp á sál og líkama. Litur sem passar á allar neglur, og fyrir allar skvísur. Glæsileg sæt og glansandi áferð mun vekja athygli hvar sem þú kemur. Bare Essentials Þessi fjölnota frábæra vara er fullkomin blanda af undir- og yfirlakki. Hönnuð með oxygenating aðferð Nailberry. Sterkt undirlakk og um leið glansandi og sterkt yfirlakk.Hleypir í gegn súrefni og raka. Heldur naglalakkinu lengur á. Færir góðan gljáa. Verndar gegn upplitun og því að naglalakkið flagni.

 

UM NAILBERRY

Nailberry naglalökkin eru hugarsmíð Soniu Hully. Hún ákvað strax í upp­hafi að gefa engan af­slátt, hvorki af heilsunni né hátískunni. Í dag hafa Nailberry naglalökkin öðlast sess sem hátískuvara sem notast er við á tískuvikum í stórborgum. En þú get­ur líka keypt þau á skemmtilegustu jógastöðunum t.d. í London. Það er fallegt að bera naglalakk sem andar og nærir.

L’Oxygéné línan frá Nailberry, eru sannkölluð lúxus naglalökk. Þau hleypa í gegn raka og súrefni. Eru eiturefnalaus, VEGAN, næra, anda, endast og eru framúrskarandi smart.

Fagfólkið keppist um á dásama Nailberry L’Oxygéné.

Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”.

L’Oxygéné eru án 12 skaðlegustu efnanna sem almennt er að finna í naglalökkum. Þau eru: Formaldehýð Túlín Kemísk kamfóra DPB (skaðleg þalöt) Formaldehýð kvoðu (resin), xylene, ethyl tosylamide, triphenyl phosphate, alkóhóls, parabena, dýraafurða & glútens (sem er ekki sjálfgefið).

Nailberry L’Oxyéne henta því ekki bara flestum heldur öllum. Þar með talið óléttum konum, börnum og líka þorra þeirra sem þjást af allskyns ofnæmum. Þau sameina í senn fegurð og hreinleika og það ekkert gefið eftir þegar kemur að heilsusamlegum snyrtivörum. Neglurnar koma vel nærðar undan Nailberry L’Oxygén.