fbpx

Bóndadagurinn

 í Fréttir

Eins og margir vita þá er bóndadagurinn á föstudaginn (22/01/2021). Við ákváðum að taka saman okkar vinsælustu meðferðir og vörur í tilefni þess og gefa ykkur í leiðinni hugmyndir að góðri dekurgjöf.

Gjafabréf í ævintýralegt dekur.

Við bjóðum upp á gjafabréfin okkar á rafrænu formi sem þú getur prentað út heima en einnig er hægt að koma við hjá okkur.

Skin Regimen Shaving Gel

Milt rakstursgel sem breytist í froðu og gefur mýkri og nákvæmari rakstur. Nýr ilmur frá /skin regimen/ sem er endurnýjandi og orkugefandi.

Skin Regimen Hydra Fluid

Rakagefandi, frískandi og sefandi krem sem er með léttri áferð. Eftir rakstur eða sem rakakrem fyrir blandaða til feita húð.

Skin Regimen Lift Eye Cream

Augnkrem með margþætta virkni. Leiðréttir línur, þrota, bauga og sigin augnlok.

Skin Regimen Cleansing Essentials

Enzymatic powder er duft sem breytist í freyðandi djúphreinsi þegar því er blandað við vatn. Djúphreinsirinn fjarlægir dauðar húðfrumur og megnun á mildan hátt og skilur húðina eftir mjúka og ljómandi.

Cleansing Cream er mildur, freyðandi yfirborðshreinsir með margþætta virkni. Verndar húðina gegn neikvæðum áhrifum mengunar ásamt því að fjarlægja SPF, farða, ryk og mengun.

Skin Regimen Shave Essentials

mýkjandi, rakagefandi og sefandi – Fullkomin gjöf fyrir herramanninn í þínu lífi.

  • Milda rakstursgelið inniheldur Tasmaníu pipar sem dregur úr roða og viðkvæmni eftir rakstur og gefur húðinni mýkt og raka.
  • Hydra fluid hentar sem bæði aftershave og rakakrem fyrir allar húðgerðir, frískar húðina og gefur henni raka.

Smelltu hér til að skoða fleiri gjafahugmyndir.

Kær kveðja, Dimmalimm

Nýlegar færslur
Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search