Andlitsmeðferðir

Unknown[comfort zone] andlitsmeðferðir

Ævintýraleg andlitsmeðfeð (75 mín)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðs- og djúphreinsun húðarinnar ásamt nuddi á bringu, herðar, háls, axlir, andlit og höfuð ca 20 – 25 mín. Því næst er maski borinn á, sem valinn er sérstaklega fyrir hverja húðgerð, en við bjóðum upp á úrval maska.
Á meðan maskinn bíður eru hendur nuddaðar og þrýstingur gefinn á fætur. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.
Hægt er að fá lúxusmaska til viðbótar við meðferðina gegn greiðslu samkvæmt verðskrá

Ævintýraleg andlitsmeðfeð með kreistun (105min)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðs- og djúphreinsun, húðin hituð og fílapennslar kreistir. Eftir kreistunina er andlit, bringa, herðar, háls, axlir og höfuð nuddað í ca 20 – 25 mín. Því næst er maski borinn á, sem valinn er sérstaklega fyrir hverja húðgerð, en við bjóðum upp á úrval maska.
Á meðan maskinn bíður eru hendur nuddaðar og þrýstingur gefinn á fætur. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.
Hægt er að fá lúxusmaska til viðbótar við meðferðina gegn greiðslu samkvæmt verðskrá

Sublime Skin double peel ávaxtasýrumeðferð(45min)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðshreinsun húðarinnar og hún undirbúin fyrir sýruna. Þá er sýran sett á og hún látin bíða í 20 mínútur. Þegar því er lokið er sýran tekin af og stoppari borinn á. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum og sólarvörn. Hægt er að gera meðferðina enn öflugri með því að bæta við peelbooster.
Meðferðin hefur húðflagnandi og endurnýjandi áhrif. Vinnur á fínum línum, hrukkum og örum. Jafnar húð og húðlit, þéttir húð, gefur raka, ljóma og orku. Virkilega frískandi meðferð fyrir húðina.
Við mælum með 4-6 skipta kúr.

Andlitsmeðferð með ávaxtasýrum (105min)
Í þessari meðferð hefur ávaxtasýrum verið bætt inn í andlitsmeðferðin (sjá lýsingu, ævitýraleg andlitsmeðferð og ávaxtasýrur)

Sublime Skin Deluxe lift m/sýrum og lúxusmaska(120min)

Andlitsnudd m/maska (30 min)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðshreinsun ásamt, djúphreinsun húðarinnar með kornakremi.
Því næst er maski borinn á og andlitið nuddað með maskanum. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.

Húðhreinsun m/hreinsandi lúxusmaska (60min/75min)
Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðshreinsun ásamt, djúphreinsun húðarinnar og hún hituð. Því næst eru fílapenslar kreistir.  Að því loknu er hreinsandi lúxusmaski borinn á. Maskinn m.a. róar húðina, dregur úr roða og dregur saman húðholurnar, Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum.

Rafræn húðhreinsun m/hreinsandi lúxusmaska (90 min)
Í rafrænni húðhreinsun er notað rafmagnstæki að auki við hefðbundna húðhreinsun til að djúphreinsa húðina enn frekar.

Dáleiðslu-andlitsmeðferð, fyrsta skipti  (135min)
Dáleiðslu-andlitsmeðferð er comfort zone andlitsmeðferð ásamt dáleiðslu. Dáleiðslan er notuð til að auka slökun og vellíðan og losa um spennu í líkama og sál.

Ultra Visage (90min)
Húð- og vöðvastyrkjandi rafmagnsmeðferð. Hreinsar, örvar blóðstreymi og sogæðakerfi, styrkir, þéttir og eykur teygnaleika. Eykur raka og ljóma í húð. Gott er að taka þessa meðferð í 6-8 skipta kúr til að ná sem bestum árangri.
Við mælum með að bæta lúxusmaska við meðferðina

Hringdu núna og pantaðu tíma

Sími: 557-5432

Sendu okkur tölvupóst