Snyrtistofan Dimmalimm á afmæli :)

12038032_1043701898982322_1526994216109648577_nSnyrtistofan Dimmalimm er 9 ára

Með þakklæti og hlýju í hjarta langar okkur á Dimmalimm að byrja á því að þakka ykkur kæru viðskiptavinir fyrir tryggð ykkar við okkur öll þessi ár. Verið ávallt velkomin til okkar í dekur og notalegheit. Við tökum vel á móti ykkur 🙂

Það er sönn ánægjar að segja frá því að við vorum að fá nýja línu í hús frá [comfort zone]. Hin nýja lína Sublime skin frá [comfort zone] er endurnýjandi, stinnandi og eykur fyllingu. Að því tilefni ætlum við að bjóða 20% kynningar og afmælisafslátt af nýju Sublime skin línunni núna í september. Hver veit nema við gefum heppnum viðskiptavin Sublime skin andlitsmeðferð.

Þann 2. september fórum við Dimmalimmurnar á frábært námskeið og kynningu hjá [comfort zone]  á Íslandi. En þar var heimsfrumsýning á nýjustu vörum og meðferðum [comfort zone], Sublime skin. Antonella Latilla meðferðarsérfræðinur [comfort zone]  kom frá Ítalíu og kenndi okkur nýjustu andlitsmeðferðirnar. Sublime skin meðferðirnar eru annars vegar Double peel sem er öflug sýrumeðferð og hins vegar Active lift nuddmeðferð.  Meðferðirnar eru lyftandi og endurnýjandi, gefa ljóma og auka þéttleika. Þetta eru tvær gjörólíkar upplifanir sem vinna vel saman án árekstra. Við mælum með að nota báðar meðferðirnar til skiptis til þess að hámarka virknina.

Fljótlega munum við svo bjóða upp á Sublime skin andlitsmeðferðirnar.

Í október er er spennandi nýjung að bætast við hjá okkur en það er Meta therapy frá Dermatude. Dermatude’s Meta Therapy stendur fyrir Medical & Esthetical Tissue Activating Therapy og er eina aðferðin til þess að bæta og fegra húðina bæði innanfrá og utanfrá (sótt af dermatude.is).  Við munum segja ykkur meira frá þessu þegar nær dregur en þeir sem geta ekki beðið geta kynnt sér málið á heimasíðu Dermatude á Íslandi Hér

Fylgist með okkur á facebook, hér á síðunni og í tölvupósti. En þar munum við birta upplýsingar um öll tilboð, leiki og nýjungar.