Nýr starfsmaður

Rebekka Einarsdóttir

Rebekka Einarsdóttir

Við á Snyrtistofunni Dimmalimm höfum bætt í starfsmannahópinn okkar. Rebekka Einarsdóttir snyrtifræðingur og makeup artist hóf störf hjá okkur í byrjun apríl og viljum við bjóða hana hjartanlega velkomna til okkar á Dimmalimm.
Rebekka útskrifaðist frá Snyrtiakademíunni í Kópavogi í mars síðastliðnum með glæsibrag.
Rebekka hefur starfað mikið við farðanir undanfarið og er því enginn nýgræðingur á því sviði.

Þess má einnig geta að Stefanía Huld snyrtifræðingur sem hefur starfað hjá okkur síðan í október er einnig förðunarfræðingur og hægt er að panta farðanir hjá stelpunum á virkum dögum og á laugardögum eftir samkomulagi 🙂

10920932_10152717578258432_5362557539627716018_n

Stefanía Huld Evertsdóttir